Alfreð ráðinn til Gróttu

Alfreð Finnsson er næsti þjálfari kvennaliðs Gróttu.
Alfreð Finnsson er næsti þjálfari kvennaliðs Gróttu. Ljósmynd/Grótta

Handknattleiksþjálfarinn Alfreð Finnsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Gróttu. Hann tekur við af Kára Garðarssyni sem tekur við karlaliði Gróttu, en Alfreð hefur þjálfað kvennalið Vals að undanförnu. 

Alfreð þekkir vel til á Nesinu, þar sem hann tók sín fyrstu skref í meistaraflokksþjálfun sem aðstoðarþjálfari Gróttu/KR. Hann tók svo við sem aðalþjálfari kvennaliðs Gróttu árið 2003 og svo aftur 2006 en þar á milli þjálfaði hann ÍBV. 

Árið 2010 tók Alfreð við kvennaliði Volda í C-deild í Noregi og stýrði liðinu í þrjú ár. Alfreð var svo ráðinn sem þjálfari Storhamar í efstu deild. Alfreð hefur þjálfað kvennalið Vals undanfarin tvö tímabil, en hann var rekinn undir lok nýliðinnar leiktíðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert