Hrútafjörður og Tvídægra

Hannes Jón Jónsson.
Hannes Jón Jónsson. Ljósmynd/Sebastian Pucher

„Við erum nokkuð sáttir við þriðja sætið eftir að hafa hafnað í sjöunda sæti í fyrra,“ sagði Hannes Jón Jónsson, þjálfari austurríska handknattleiksliðsins West Wien.

Lið hans féll úr keppni á sunnudag eftir tap fyrir Alpla HC Hard í oddaleik í undanúrslitum, 30:25, á heimavelli Alpla.

„Árangur keppnistímabilsins veitir okkur rétt til að taka þátt í Evrópukeppninni á næstu leiktíð. Við höfum ákveðið að taka þátt í EHF-keppninni sem verður afar spennandi verkefni fyrir klúbbinn,“ segir Hannes Jón og bætir við að í gegnum þátttöku í Evrópukeppninni fái leikmenn aukna reynslu af alþjóðlegum handknattleik sem styrki til frekari afreka með austurríska landsliðinu þar sem nokkrir hafa fest sig í sessi og aðrir bankað hressilega á dyrnar.

„Þrír af ungu leikmönnunum hafa meðal annars fest sig í sessi í A-landsliðinu hjá Patreki Jóhannessyni, landsliðsþjálfara, og tveir til viðbótar verið valdir í æfingahópa. Einnig hefur austurríska sambandið á sínum snærum framtíðarlandslið sem kemur saman öðru hverju. Í þeim hópi höfum við verið með átta leikmenn,“ sagði Hannes Jón.

Sjá allt viðtalið við Hannes Jón í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert