Meistaralið liðsheildarinnar

Valsmenn fagna Íslandsmeistaratitlinum.
Valsmenn fagna Íslandsmeistaratitlinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsmeistaramótinu í handknattleik lauk um síðustu helgi með spennandi úrslitaleik FH og Vals í Kaplakrika þar sem Valsmenn sýndu mátt sinn og megin. Hlíðarendapiltar unnu verðskuldaðan sigur þegar á hólminn var komið og félagið fagnaði sínum 22. Íslandsmeistaratitli í karlaflokki í handknattleik.

Nokkrum dögum fyrr vann Fram Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki í 21. skipti. Tvö sigursælustu handboltafélög landsins frá upphafi, hvort í sínum flokki, stóðu uppi sem sigurvegarar.

Það var ekki margt sem benti til þess að Valur yrði Íslandsmeistari í handknattleik karla að þessu sinni. Valur varð bikarmeistari fyrr á keppnistímabilinu en í deildarkeppninni náði liðið sér lítt á strik, einkum þegar á leið. Valur hafnaði í sjöunda sæti deildarkeppninnar og mætti ÍBV í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Lið ÍBV þótti mörgum sigurstranglegast þegar þarna var komið til sögu á Íslandsmeistaramótinu. Eyjamenn höfðu verið á mikill siglingu vikurnar á undan og voru með valinn mann í hverju rúmi. Valsmenn blésu hinsvegar á allar spár, unnu ÍBV í oddaleik í 8-liða úrslitum, Fram í þremur viðureignum í undanúrslitum og loks FH-inga.

Sjá upprifjun um Íslandsmótin í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert