Aron einn af bestu á síðustu 7 árum (myndskeið)

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Ljósmynd/twitter-síða Veszprém

Vefur evrópska handknattleikssambandsins hefur valið sjö manna lið sem hefur að mati sérfræðinga staðið sig best í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á síðustu sjö árum og þar eiga Íslendingar einn fulltrúa.

Aron Pálmarsson leikmaður ungverska meistaraliðsins Vezsprém er í úrvalsliðinu en Aron er á leið á „Final Four“ í Köln sjöunda skipti á ferlinum um næstu helgi. Aron og félagar hans í Vezprém mæta Paris SG í undanúrslitunum Meistaradeildarinnar og í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Barcelona og Vardar frá Makedóníu.

Aron hefur í tvígang verið valinn besti leikmaðurinn á Final Four en á meðfylgjandi myndskeiði má sjá þá sjö leikmenn sem þykja hafa skarað frammúr í Meistaradeildinni síðastliðin sjö ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert