Sex nýliðar en enginn Gísli í hópi Geirs

Ýmir Örn Gíslason er í landsliðshópnum.
Ýmir Örn Gíslason er í landsliðshópnum. mbl.is/Kristinn

Geir Sveinsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, hefur valið 18 leikmenn til þátttöku í Gjensidige-bikarnum, fjögurra þjóða móti í Noregi dagana 8.-11. júní. Sex nýliðar eru í hópnum.

Nýliðarnir í hópnum eru þeir Ágúst Elí Björgvinsson, Daníel Þór Ingason, Geir Guðmundsson, Sigvaldi Guðjónsson, Vignir Stefánsson og Ýmir Örn Gíslason. Gísli Þorgeir Kristjánsson úr FH, sem valinn var bestur í úrslitakeppni Olís-deildarinnar, er hins vegar ekki í hópnum.

Ísland mætir Noregi, Póllandi og Svíþjóð á mótinu. Þeir leikmenn sem leika í Þýskalandi komu ekki til greina fyrir mótið og Geir gaf þeim Aroni Pálmarssyni, Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Arnóri Atlasyni frí.

Daginn eftir mótið í Noregi, eða 12. júní, mun Geir velja hópinn sem mætir Tékkum í undankeppni EM 14. júní. Ísland tekur svo á móti Úkraínu 18. júní í lokaleik sínum í undakeppninni.

Hópurinn:
Arnar Freyr Arnarsson, Kristianstad

Atli Ævar Ingólfsson, IK Savehof
Ágúst Elí Björgvinsson, FH
Daniel Þór Ingason, Haukar
Geir Guðmundsson, Cesson
Gunnar Steinn Jónsson, Kristinastad
Janus Smári Daðason. Álaborg
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV
Ólafur Guðmundson, Kristinastad
Ómar Ingi Magnússon, Arhus
Sigvaldi Guðjónsson, Arhus
Stefán Rafn Sigurmannsson, Álaborg
Stephen Nielsen, ÍBV
Sveinbjörn Pétursson, Stjarnan
Tandri Konráðsson, Skjern
Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV
Vignir Stefánsson, Valur
Ýmir Örn Gíslason, Valur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert