Aron besti maður vallarins í sigri

Aron Pálmarsson, leikmaður Veszprém, reynir að brjóta sér leið fram …
Aron Pálmarsson, leikmaður Veszprém, reynir að brjóta sér leið fram hjá Cedric Sorhaindo, leikmanni Barcelona, í leik liðanna í dag. AFP

Aron Pálmarsson og félagar hans hjá ungverska liðinu Veszprém höfðu betur gegn spænska liðinu Barcelona í leiknum um þriðja sætið í Meistaradeild Evrópu í dag. Lokatölur í leiknum urður 34:30 Veszprém í vil, en leikið var í Lanxess Arena í Köln.

Aron var besti leikmaður vallarins, en hann var markahæsti leikmaður leiksins með átta mörk auk þess sem hann gaf fjölda stoðsendinga á samherja sína. Aron stýrði sóknarleik Veszprém af miklum myndarskap, en sóknarleikur liðsins gekk afar vel í leiknum.

Franska liðið Paris SG og makedónska liðið HC Vardar mættast í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln seinna í dag.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert