Sex marka tap gegn Norðmönnum

Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í íslenska liðinu í kvöld …
Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í íslenska liðinu í kvöld með 8 mörk. mbl.is/Golli

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik tapaði fyrir Norðmönnum, 36:30, á fjögurra þjóða mótinu í handknattleik í Noregi í kvöld.

Norðmenn höfðu frumkvæðið nær allan tímann og voru fjórum mörkum yfir í leikhléi, 19:15. Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í íslenska liðinu með 8 mörk og Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 6.

Sander Sagosen, Magnus Søndenå, Magnus Jøndal og Espen Lie Hansen voru með 5 mörk hver fyrir Norðmenn sem tefldu fram sterku liði en Íslendingar léku án margra lykilmann.

Mörk Íslands: Ómar Ingi Magnússon 8, Ólafur Guðmundsson 6, Theodór Sigurbjörnsson 3, Arnar Freyr Arnarsson 3, Tandri Már Konráðsson 3, Vignir Stefánsson 2, Kári Kristján Kristjánsson 2, Gunnar Steinn Jónsson 2, Ýmir Örn Gíslason 1.

Varin skot: Stephen Nielsen 8, Sveinbjörn Pétursson 5.

Íslendingar mæta Pólverjum á morgun en þeir töpuðu fyrir Svíum í dag, 33:27, og á sunnudaginn etja Íslendingar kappi við Svía.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka