Sunna aftur í sænska handboltann

Sunna Jónsdóttir t.v. í leik með íslenska landsliðinu.
Sunna Jónsdóttir t.v. í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sunna Jónsdóttir landsliðskona í handknattleik er gengin í raðir sænska liðsins Skara HF.

Sunna, sem er 28 ára gömul og á að baki 60 leiki með íslenska landsliðinu, kemur til Skara HF frá norska liðinu Halden sem í marsmánuði var úrskurðað gjaldþrota og hætti keppni í norsku úrvalsdeildinni.

Sunna er ekki alveg ókunnug sænska handboltanum en hún lék tvö tímabil með Heid áður en hún fór til Halden.

„Ég hlakka mikið til að koma aftur til Svíþjóðar og spila með Skara HF. Ég mun gera allt til þess að hjálpa liðinu bæði innan sem utan vallar,“ segir Sunna á vef sænska liðsins en hún gekkst undir aðgerð á hné í marsmánuði og er hægt og bítandi að jafna sig eftir þá aðgerð.

Skara varð næstneðst í sænsku úrvalsdeildinni í vetur en hélt sæti sínu þar með sigrum í umspili.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert