Handknattleiksmaðurinn Ómar Ingi Magnússon var valinn í úrvalslið á æfingamóti sem íslenska landsliðið lék á um helgina. Hin 19 ára skytta var markahæst í leikjunum gegn Pólverjum og Norðmönnum og næstmarkahæst gegn Svíum. Ómar leikur með danska úrvalsdeildarliði Århus.
Strákarnir okkar unnu Pólverja, töpuðu fyrir Norðmönnum og gerðu jafntefli gegn Svíum.
Úrvalslið mótsins:
Markmaður: Torbjørn Bergerud, Noregur
Vinstri hornamaður: Emil Frend Öfors, Svíþjóð
Línumaður: Bjarte Myrhol, Noregur
Hægri hornamaður: Magnus Søndenå, Noregur
Miðjumaður: Sander Sagosen, Noregur
Vinstri skytta: Rafal Przybylski, Pólland
Hægri skytta: Ómar Ingi Magnússon, Ísland