Valinn bestur fjórða árið í röð

Andy Schmid.
Andy Schmid. Ljósmynd/Rhein-Neckar Löwen

Fjórða árið í röð var svissneski landsliðsmaðurinn Andy Schmid, leikstjórnandi þýska meistaraliðsins Rhein-Neckar Löwen, valinn leikmaður ársins í þýsku 1. deildinni í handknattleik en lokaumferðin var leikin í gær.

Það eru þjálfararnir í deildinni sem taka þátt í valinu og varð Schmid hlutskarpastur en hann skoraði 152 mörk í leikjunum 33 sem hann spilaði á leiktíðinni.

Schmid er 33 ára gamall sem kom til Löwen frá danska liðinu Bjerringbro/Silkeborg árið 2010. Hann hefur verið í stóru hlutverki með Löwen sem á dögunum fagnaði meistaratitlinum annað árið í röð en með liðinu leika þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert