Dómgæslan ófullnægjandi

Margir rangir dómar féllu í leik Potaissa Turda og Vals …
Margir rangir dómar féllu í leik Potaissa Turda og Vals í Rúmeníu. Mircea Rosca/ActionFoto.ro

„Niðurstaða okkar sérfræðinga er að dómgæslan hafi ekki verið fullnægjandi,“ segir JJ Rowland, talsmaður Handknattleikssambands Evrópu, EHF, í skriflegu svari til Morgunblaðsins við fyrirspurn hvort rannsókn sé lokið á vegum EHF á dómgæslu í síðari undanúrslitaleik Poatissa Turda og Vals í Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik.

Leikurinn fór fram í Turda í Rúmeníu 30. apríl. Valsmenn töpuðu með níu marka mun og þótti mjög á sig hallað í dómgæslunni og voru ekki einir á þeirri skoðun. Sendu Valsmenn og Handknattleikssamband Íslands mótmæli til EHF vegna dómgæslunnar.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert