Jóhann Reynir færir sig um set í Danmörku

Jóhann Reynir Gunnlaugsson í leik með Víkingi.
Jóhann Reynir Gunnlaugsson í leik með Víkingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handknattleiksmaðurinn Jóhann Reynir Gunnlaugsson hefur fært sig um set í Danmörku og skrifað undir tveggja ára samning við Randers HH sem leikur í dönsku B-deildinni, eftir að hafa fallið úr A-deildinni á síðustu leiktíð. Hann kemur til félagsins frá Lemvig/Thyborøn sem leikur í sömu deild. 

Jóhann er uppalinn Víkingur, en hann hefur einnig leikið með HK. Hann skoraði 60 mörk í 25 leikjum með Lemvig/Thyborøn á síðustu leiktíð. Liðið endaði í áttunda sæti, þar sem það sigldi lygnan sjó. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert