Þráinn Orri til Noregs

Þráinn Orri Jónsson.
Þráinn Orri Jónsson. mbl.is/Golli

Handknattleiksmaðurinn Þráinn Orri Jónsson hefur samið við norsku meistarana í Elverum um að leika með þeim næsta árið. Elverum hefur verið sterkasta félagslið Noregs síðustu árin. 

Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins í dag. Þráinn Orri er 24 ára gamall og var ein styrkasta stoðin í liði Gróttu á síðustu leiktíð í Olís-deildinni. Hann er línumaður en einnig afar sterkur varnarmaður. 

Elverum varð norskur meistari í vor og verður á meðal þátttökuliða í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili.

Þráinn Orri er enn einn leikmaðurinn sem yfirgefur herbúðir Gróttu frá síðasta keppnistímabili. Meðal þeirra sem róið hafa á önnur mið eru, auk Þráins, Aron Dagur Pálsson, Lárus Gunnarsson Lárus Helgi Ólafsson og Leonharð Þorgeir Harðarson sem var lánsmaður frá Haukum. Auk þess hætti Gunnar Andrésson þjálfun karlaliðsins og Kári Garðarsson tók við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert