Fimm marka tap fyrir Dönum

Lovísa Thompson skoraði átta mörk gegn Dönum.
Lovísa Thompson skoraði átta mörk gegn Dönum. mbl.is/Golli

U-19 ára landslið kvenna í handknattleik tapaði fyrir Dönum, 26:21, á Scandinavian Open í dag en mótið er haldið í Helsingborg í Svíþjóð.

Danir voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14:10, og náðu mest sjö marka forskoti í seinni hálfleik en íslensku stúlkurnar náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk þegar um fimm mínútur voru til leiksloka.

Danir reyndust sterkari á lokakaflanum og lönduðu fimm marka sigri. Ísland hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu en liðið tapaði í gær fyrir Svíum, 29:21.

Mörk Íslands: Lovísa Thompson 8, Mariam Eradze 4, Sandra Erlingsdóttir 2, Andrea Jacobsen 2, Karen Tinna Demian 2, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1, Kristín Arndís Ólafsdóttir 1, Berglind Benediktsdóttir 1. Varin skot: Heiðrún Dís Magnúsdóttir 11.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert