Ísland hélt sigurgöngu sinni áfram á HM

Íslendingar fagna sigri á HM.
Íslendingar fagna sigri á HM. Ljósmynd/twitter-síða HSÍ

Íslenska landsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 21 árs og yngri hélt sigurgöngu sinni áfram á heimsmeistaramótinu í Alsír í kvöld.

Íslendingar höfðu betur gegn gestgjöfunum í Alsír, 25:22, eftir að hafa verið einu marki undir í hálfleik, 11:10. Leikurinn var jafn og spennandi en íslenska liðið sigldi framúr í lokin og er búið að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitunum.

Mörk Íslands: Arnar Freyr Arnarsson 5, Ómar Ingi Magnússon 5, Elvar Örn Jónsson 4, Sigtryggur Daði Rúnarsson 4, Óðinn Þór Ríkharðsson 3, Hákon Daði Styrmisson 2, Ýmir Örn Gíslason 1, Elliði Snær Viðarsson 1.

Ísland hefur þar með þar með unnið alla þrjá leiki sína á mótinu og er með 6 stig eins og Króatía, Alsír er með 3 stig, Sádi-Arabía 2, Argentína 1 og Marokkó er í botnsætinu án stiga. Fjórar efstu þjóðirnar komast áfram í 16 liða úrslitin. Ísland mætir Marokkó á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert