Hreiðar Levý í Gróttu

Hreiðar Levý Guðmundsson
Hreiðar Levý Guðmundsson Ljósmynd/Grótta

Markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu. Hreiðar á að baki 146 landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur hann leikið sem atvinnumaður í Svíþjóð, Þýskalandi og Noregi. 

Hann lék síðast með norska úrvalsdeildarliðinu Halden. Hreiðar var búinn að semja við KR um að leika með félaginu á komandi tímabili en sem kunnugt er hættu KR-ingar síðan við þátttöku á Íslandsmótinu 2017-18.

Hreiðar þekkir vel til Gróttu en hann varð m.a. bikarmeistari með 2. flokki Gróttu/KR árið 1999 ásamt því að hafa leikið með meistaraflokki félagsins til nokkurra ára. Hreiðar mun einnig stýra þjálfun yngri markvarða hjá Gróttu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert