Rut er ófrísk og spilar ekki með nýja liðinu

Rut Jónsdóttir í landsleik.
Rut Jónsdóttir í landsleik. mbl.is/Styrmir Kári

Rut Jónsdóttir, landsliðskona í handknattleik, mun að öllum líkindum ekkert spila með sínu nýja liði Esbjerg í Danmörku. Rut er ófrísk og á von á sér í febrúar.

Rut gekk til liðs við Esbjerg í sumar eftir að hafa hafnað í þriðja sæti með Midtjylland á síðasta tímabili. Á heimasíðu Esbjerg segir hún að fréttirnar hafi komið sjálfri sér á óvart, en hana hlakki mikið til nýja hlutverksins.

Þjálfarinn Jesper Jensen er hins vegar í erfiðri stöðu, en Rut er annar leikmaður liðsins sem greinir frá óléttu sinni fyrir næsta tímabil.

„Annars vegar þá ertu glaður fyrir hönd leikmannsins, en hins vegar þá veistu að þetta setur þig í erfiða stöðu,“ sagði Jensen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert