Naumur sigur Vals í kaflaskiptum leik

Hildur Björnsdóttir var markahæst í liði Vals í sigri liðsins …
Hildur Björnsdóttir var markahæst í liði Vals í sigri liðsins gegn Haukum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Valur bar sigurorð af Haukum 25:24 þegar liðin mættust í fyrstu umferð úrvalsdeildar kvenna í handbolta, Olís-deildinni, í Schenker-höllinni í Hafnarfirði í kvöld. Valur var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og staðan var 17:11 Val í vil í hálfleik.

Bæði lið mættu til leiks með nýja þjálfara í brúnni frá síðustu leiktíð. Elías Már Halldórsson tók við stjórnartaumunum hjá Haukum af Óskari Ármannssyni síðasta vor. Þá var Ágúst Þór Jóhannsson við liði Vals í sumar.  

Haukar léku aðgangsharða og nokkuð framliggjandi vörn í fyrri hálfleik og það skapaði pláss fyrir Hildi Björnsdóttur sem gekk til liðs við Val frá Fylki í sumar inni á línunni. Morgan Marie Þorkelsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir og Diana Satkauskaité mötuðu Hildi með góðum línusendingum og Hildur var markahæsti leikmaður Vals með sex mörk. 

Haukar lögðu ekki árar í bát og með grimmum varnarleik og mörkum úr hraðaupphlaupum náði liðið að jafna metin í 19:19 um miðbik seinni hálfleiks. Þá tóku leikmanns Vals sig saman í andlitinu og náðu fjögurra marka forskoti. Haukar tók aftur á sig rögg og minnkuðu muninn í eitt mark, en Valur landaði að lokum eins marks sigri. 

Haukum og Val er spáð svipuðu gengi í vetur og talið er að liðin muni berjast um sæti í úrslitakeppninni í vor. Það er bæði gulls ígildi fyrir Val að tryggja sér strax sín fyrstu stig í deildinni og hafa betur gegn liði sem þær munu að öllum líkindum heyja harða baráttu við um sæti í úrslitakeppni fram á vorið.  

Haukar 24:25 Valur opna loka
60. mín. Leik lokið Leik lokið með eins marks sigri Vals.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert