Haukar nældu í fyrsta sigurinn

Berta Rut Harðardóttir sækir að vörn Gróttu en til varnar …
Berta Rut Harðardóttir sækir að vörn Gróttu en til varnar er Unnur Ómarsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haukar unnu sinni fyrsta sigur í Olísdeild kvenna í handknattleik er liðið lagði Gróttu, 23:20, á útivelli í kvöld í spennandi leik.

Grótta skoraði fyrsta markið og komst í 3:2 í upphafi leiks. Þá tók við fínn kafli hjá Haukum og var staðan 7:4 þegar fyrri hálfleikur var tæplega hálfnaður. Skömmu síðar var staðan 9:6 en tóku Gróttukonur við sér og var staðan jöfn, 11:11, þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var svo 13:12, Haukum í vil.

Fyrri hálfleikur var nokkuð misstækur hjá báðum liðum og var mikið um sendingar sem rötuðu beint út af, en þrátt fyrir það var nokkuð mikið skorað, þar sem markmennirnir höfðu hægt um sig framan af leik.

Gróttukonur byrjuðu seinni hálfleikinn nokkuð vel og komust í 15:14. Það var í fyrsta skipti síðan í stöðunni 3:2 sem Grótta var með forystu. Haukar komust þá í 16:15 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður og stefndi í spennandi lokamínútur. Liðin skiptust á að skora mörkin á næstu mínútum og var staðan 20:19, Haukum í vil, þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Haukar komust svo í 22:20, þegar þrjár mínútur voru eftir og þann mun náði Grótta ekki að vinna upp.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Grótta 20:23 Haukar opna loka
60. mín. Haukar tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert