Áttum kannski ekki stigið skilið

Arnar Pétursson les sínum mönnum pístilinn.
Arnar Pétursson les sínum mönnum pístilinn. mbl.is/Eggert

„Hingað til höfum við bætt okkur hægt og rólega með hverjum leiknum en því miður var það ekki raunin í þessum leik,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, eftir að lið hans mátti þakka fyrir annað stigið í heimsókn sinni til Fjölnis í Olís-deild karla í handknattleik í dag, 27:27.

„Sérstaklega var leikur okkar í fyrri hálfleik mikil vonbrigði en sem betur fer þá náðum við aðeins að rétta úr kútnum í síðari hálfleik og ná öðru stiginu. Kannski áttum við hann ekki skilinn. Burt séð frá því þá voru við skárri í síðari hálfleik og verðum að taka þá besta úr honum og draga okkar lærdóm,“ sagði Arnar ennfremur.

„Mér finnst við ekki mæta nægilega vel inn í leikina, vera ekki nógu svalir og jafnvel ekki kannski ekki andlega tilbúnir í leikina. Við verðum að fara vel yfir okkar mál,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert