Aron gæti farið til Barcelona í vikunni

Aron Pálmarsson gæti orðið leikmaður Barcelona í vikunni.
Aron Pálmarsson gæti orðið leikmaður Barcelona í vikunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Spænska stórliðið Barcelona er nálægt því að ná samkomulagi við ungversku meistarana í Veszprém um kaup á Aroni Pálmarssyni, landsliðsmanni í handbolta. Spænski vefmiðilinn Mundo Deportivo greinir frá þessu í dag. 

„Við gætum fengið nýjan liðsstyrk fljótlega. Við sjáum hvernig það fer,“ sagði Xavi Pascual, þjálfari Barcelona, við spænska miðla í gær. Aron var búinn að semja um að ganga í raðir Barcelona á næsta ári, er samningur hans við Veszprém rennur út. 

Aron vildi hins vegar fara til Barcelona fyrir þetta tímabil og neitaði hann að æfa með Veszprém í kjölfarið. Síðan þá hafa Barcelona og Veszprém leitað að lausn, sem loks virðist vera fundin. Ef allt gengur upp verður Aron orðinn liðsmaður Barcelona í vikunni. Barcelona þarf að borga um 700.000 evrur fyrir Aron. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert