„Ég gat ekki gert neitt“

Björgvin Þór Hólmgeirsson, ÍR.
Björgvin Þór Hólmgeirsson, ÍR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Nú er ég bara að ná áttum,“ sagði Björgvin Þór Hólmgeirsson, stórskytta ÍR í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið í gær en hann gekkst undir aðgerð vegna brjóskloss í baki á fimmtudag.

Venjulega er reynt að meðhöndla brjósklos, en í tilfelli Björgvins var hann sendur með hraði í aðgerð. „Ég var búinn að vera í meðhöndlun og allt, en svo er bara eins og eitthvað hafi klikkað. Á miðvikudagskvöldið var ég lagður inn á sjúkrahús og skorinn morguninn eftir. Það var ekkert sem hægt var að gera. Ég var hættur að geta gert nokkuð; ekki setið, staðið eða legið. Ég gat ekki gert neitt,“ segir Björgvin í Morgunblaðinu í dag.

Hann fann fyrst fyrir eymslum í baki í kringum fyrsta leik með ÍR í haust. Hann spilaði fyrstu tvo leikina en hefur síðan verið frá, en það var aldrei áætlunin að gangast undir aðgerð. Sú ákvörðun var tekin í skyndi. Björgvin, sem er þrítugur, gekkst undir aðra aðgerð vegna brjóskloss í baki haustið 2008 og hvað framhaldið varðar er allt óljóst.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert