Vonandi með í desember

Elvar Örn Jónsson.
Elvar Örn Jónsson. mbl.is/Árni Sæberg

Handknattleiksmaðurinn efnilegi, Elvar Örn Jónsson, verður að minnsta kosti frá keppni með Selfossliðinu út nóvember vegna meiðsla í baki. Um er að ræða álagsbrot neðst í hryggnum hjá hryggtindinum, proceccus spinosus, að sögn Elvars. „Það er ekkert annað í spilunum en að gefa þessu tíma til að jafna sig,“ sagði Elvar Örn í samtali við Morgunblaðið. Hann varð að draga sig út út A-landsliðinu í handknattleik í byrjun síðustu viku af þessum sökum.

„Þetta hefur verið að myndast á síðustu vikum og versnað jafnt og þétt. Ef ég hefði haldið áfram þá hefði illa farið og endað í álagsbroti. Þá væri ég lengur frá,“ sagði Elvar Örn sem er í góðum höndum í bataferlinu en hann er sonur Jóns Birgis Guðmundssonar, þrautreynds sjúkraþjálfara, sem meðal annars hefur unnið mikið fyrir Handknattleikssamband Íslands. „Ég er í góðum höndum með vanan mann á heimilinu,“ sagði Elvar Örn léttur í bragði þrátt fyrir allt.

Elvar Örn vakti mikla athygli fyrir góðan leik á síðasta keppnistímabili. Óhætt er að segja að hann hafi tekið upp þráðinn þegar keppnistímabilið hófst í haust og verið einn besti leikmaður Selfossliðsins. Elvar Örn er markahæsti leikmaður Selfossliðsins um þessar mundir. Hann hefur skoraði 46 mörk í sjö fyrstu leikjum liðsins í Olís-deildinni. Það er því mikið áfall fyrir Selfossliðið að verða án Elvars Arnar næstu vikurnar.

Nánar er rætt við Elvar í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert