Dæma á stórmóti á Indlandi

Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson munu dæma í Indlandi …
Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson munu dæma í Indlandi um næstu mánaðamót. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson fóru til Indlands í gær en þar verða þeir fram að næstu mánaðamótum. Framundan hjá þeim er að dæma leiki í meistarakeppni Asíu sem leikin verður í Hyderabad sem er höfuðborg Andhra Pradesh-fylkis.

Að sögn Antons Gylfa taka fremstu handknattleikslið Asíu í karlaflokki þátt í keppninni, m.a. frá Barein, Katar og Sádi-Arabíu. Sigurlið keppninnar fær m.a. keppnisrétt í heimsmeistaramóti félagsliða sem Alþjóðahandknattleikssambandið stendur fyrir í byrjun september ár hvert í Doha í Katar.

Mótið hefst á mánudaginn og lýkur með úrslitaleik fimmtudaginn 30. nóvember. Fleiri þekktir dómarar taka þátt í mótinu. Anton og Jónas þekkja nokkuð vel til í Asíu en þeir hafa nokkrum sinnum áður dæmt í mótum þar um slóðir, bæði í keppni félagsliða og landsliða. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert