FH grátlega nærri riðlakeppninni

FH barðist hetjulega þegar liðið mætti slóvakíska liðinu Tatran Presov í seinni leik liðanna í þriðju umferð EHF-keppninnar í handbolta karla í Kaplakrika í dag.

Fyrri leik liðanna sem fram fór í Slóvakíu lyktaði með 24:21-sigri Tatran Presov. FH-ingar unnu upp forskot Tatran Presov frá fyrri leik liðanna með 26:23-sigri.

Tatran Presov skoraði hins vegar fleiri mörk á útivelli í einvígi liðanna. Slóvakíska liðið fer þar af leiðandi áfram í riðlakeppni EHF-keppninnar, en FH situr aftur á móti eftir með sárt ennið.

Tatra Presov mun leika í A-riðli riðlakeppninnar, en ásamt slóvakíska liðinu verða SKA Minsk frá Rússlandi, danska liðið Bjerr­ing­bro/Sil­ke­borg og Mag­deburg frá Þýskalandi í riðlinum.

Ásbjörn Friðriksson og Óðinn Þór Ríkharðsson voru markahæstir í liði FH með sex mörk hvor. Þá átti Ágúst Elí Björgvinsson góðan leik í marki FH, en hann varði 14 skot í leiknum þar af tvö vítaköst.  

FH 26:23 Tatran Presov opna loka
60. mín. Leik lokið Einvígið endar samtals með jafntefli, en Tatran Presov fer áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert