Glódís sló Landsmótsmet í barnaflokki með 9,02

Fyrstu A-úrslit Landsmótsins voru í barnaflokki í dag. Það var Glódís Rún Sigurðardóttir á Kambani frá Húsavík sem sigraði örugglega með 9,02 . Svona há einkunn hefur aldrei sést í barnaflokki, en Glódís og Kamban voru efst eftir forkeppni og milliriðla og hafa því leitt keppnina í gegn. Glódís og Kamban verja titilinn síðan í fyrra en þau sigruðu þá barnaflokkinn með 8,83. 

Glódís Rún og Kamban fékk 9,14 fyrir tölt, 9,46 fyrir ásetu og stjórnun á tölti. 8,60 fyrir stökk og 8,88 fyrir ásetu og stjórnun á stökki. 

Í öðru sæti endaði Aron Freyr Sigurðarson með 8,72.  Í þriðja sæti var Thelma Dögg Tómasdóttir með 8,58

Það varð leiðinleg uppákoma þegar Sylvía Sól og Skorri fóru óvart útaf brautinni í keppninni og þurftu því að hætta keppni. Þeim hafði gengið vel og voru önnur úr milliriðlunum.

Krakkarnir í úrslitunum í barnaflokki voru allir glæsilegir og hestakosturinn gríðarlega góður.

1. Glódís Rún Sigurðardóttir, Kamban frá Húsavík - 9,02

2. Aron Freyr Sigurðarson, Hlynur frá Haukatungu Syðri - 8,72

3.Thelma Dögg Tómasdóttir, Taktur frá Torfunesi - 8,58

4. Viktor Aron Adolfsson, Leikur frá Miðhjáleigu - 8,56

5. Bríet Guðmundsdóttir, Dagbjartur  frá Flagbjarnarholti - 8,47

6. Vilborg Marí Íslefisdóttir, Svalur frá Blönduhlíð 8,39

7.  Annika Rut Arnarsdóttir, Gáta frá Herríðarhóli - 8,34

8.  Sylvía Sól Guðmundsdóttir, Skorri frá Skriðulandi 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert