Góð tilfinning að standa efst

Eyrún Ýr Pálsdóttir
Eyrún Ýr Pálsdóttir mbl.is/Þórunn

„Tilfinningin er góð. Vonandi gengur jafn vel á morgun en ég er full tilhlökkunar,” segir Eyrún Ýr Pálsdóttir. Hún er knapi Hrannars frá Flugumýri II sem hlaut í einkunn 9,04 í forkeppni í A-flokki og er efstur eftir forkeppni. A-flokkurinn var mjög sterkur í ár en til að komast í milliriðla þarf einkunnina 8,54. Eyrún Ýr og Hrannar eru engir nýgræðingar en þau eru Íslandsmeistarar í fimmgangi.

 

„Þetta er ofboðslega þægur, yfirvegaður og jákvæður hestur. Hann er alltaf til í að gera það sem hann er beðinn um. Frábær hestur,”  segir Eyrún Ýr. Hesturinn er úr ræktun og í eigu fjölskyldunnar á Flugumýri. Hann er undan Krafti frá Bringu og Hendingu frá Flugumýri.

Milliriðlar í A-flokki eru á morgun.

Hér eru úrslit eftir forkeppni í A-flokki.    

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert