Jafnir fjögurra vetra folar

mbl

Brekkan við kynbótabrautina var þéttsetin þegar yngstu stóðhestarnir, 4 og 5 vetra, voru sýndir í morgun. Efstir eru þeir Valgarð frá Kirkjubæ og Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk, báðir með 8,45 í aðaleinkunn. Valgarð frá Kirkjubæ var efstur eftir fordóma í vor og er undan Sjóði frá sama bæ. 

Valgarð er með 8,54 fyrir hæfileika  og 8,31 fyrir sköpulag. Sýnandi hans er Guðmundur Friðrik Björgvinsson. Yfirlitssýning stóðhesta er á föstudaginn en þar geta þeir eingöngu hækkað einkunn fyrir hæfileika. Guðmundur var sáttur eftir sýninguna enda „frábær“ hestur eins og hann orðar það.  „Hann gæti hækkað tölt og fet og mögulega fegurð í reið. Þetta er góður hestur og hann hefur staðið sig einstaklega vel miðað við að vera fjögurra vetra,“ segir Guðmundur Friðrik Björgvinsson. 

Sirkus er með 8,63 fyrir hæfileika en 8,17 fyrir sköpulag. Hann er undan Fáfni frá Hvolsvelli og Sveiflu frá Lambanesi. Knapi hans er Agnar Þór Magnússon. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert