Bjarni endurtekur leikinn

„Þetta er voðalega gaman,“ segir Bjarni Bjarnason eftir að heims- og Íslandsmetið hans í 250 metra skeiði var staðfest. Hann fór sprettinn á Heru frá Þóroddsstöðum á 21,4 en fyrra heimsmetið var 21,49. Bjarni endurtekur leikinn frá því á síðasta landsmóti á Hellu fyrir tveimur árum en þá setti hann einnig heims- og Íslandsmet á sömu hryssu, Heru frá Þóroddsstöðum. Hryssan er úr ræktun fjölskyldunnar. 

„Mér fannst líklegt að þetta væri besti tíminn og undir 22 sekúndum. Ekkert endilega met,“ segir Bjarni spurður hvort hann hafi strax fengið á tilfinninguna að spetturinn væri hugsamlegt heims- og Íslandsmet.

Hann stefnir að því að halda áfram að reyna að halda Heru og rækta undan henni. Og tekur skýrt fram að hryssan sé ekki til sölu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert