Breska dagblaðið The Guardian varpar fram afar áhugaverðri frétt þess efnis að fyrsta víti Hollendinga í vítaspyrnukeppni þeirra gegn Argentínumönnum hafi á endanum ratað inn fyrir línuna en varnarmaðurinn sterki Ron Vlaar tók spyrnuna.
Markvörður Argentínumanna, Sergio Romero varði spyrnuna vel en beint á eftir sést boltinn greinilega skoppa með snúningi aftur í átt að markinu og líklega fór hann allur inn fyrir marklínuna. Marklínutæknin var þó hins vegar ekki notuð.
Vlaar sést á neðra myndbandinu benda dómara leiksins, Cuneyt Cakir á það sem hafði gerst en dómnum var ekki snúið, spyrnan var varin.