„Of mörg aulamistök“

Björgvin Páll Gústavsson og Róbert Gunnarsson sögðu í samtali við mbl.is í Jönköping í kvöld að íslenska liðið hafi leikið langt undir getu þegar liðið tapaði fyrir Þýskalandi 24:27 á HM í Svíþjóð.

Björgvin sagði ekki skipta máli hvar væri drepið niður í leik liðsins, alls staðar hafi menn verið langt frá sínu besta og leikmenn hafi gert allt of mörg aulamistök. 

Róbert sagði augljóst að Þjóðverjar hafi unnið heimavinnuna sína og kortlagt leik íslenska liðsins. Leikur Þjóðverja hafi verið mun agaðari en hann var þegar þjóðirnar mættust í Laugardalshöllinni fyrr í mánuðinum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert