Zachrisson á leið til Katar

Mattias Zachrisson.
Mattias Zachrisson. AFP

Svíinn Mattias Zachrisson er á leið til Katar en óvissa ríkir um þátttöku fyrirliðans og stórskyttunnar Kim Andersson þar sem hann glímir við meiðsli í öxl.

Upphaflega átti hinn örvhenti Zachrisson, sem leikur undir stjórn Dags Sigurðssonar hjá þýska liðinu Füchse Berlin, að vera í leikmannahópi Svía á HM en gaf ekki kost á sér þar sem eiginkona hans átti von á barni á meðan mótinu stóð. Barnið kom í heiminn fyrr í þessari viku og þegar landsliðsþjálfarinn Staffan Olsson setti sig í samband við leikmanninn ákvað að hann pakka niður í tösku og halda til Katar.

Svíar mæta Evrópu- og ólympíumeisturum Frakka á morgun í úrslitaleik um sigur í C-riðlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert