Gummi fékk næsthæstu einkunn

Guðmundur ræðir við sína menn í leiknum gegn Pólverjum í …
Guðmundur ræðir við sína menn í leiknum gegn Pólverjum í kvöld. EPA

Bent Nyegaard handboltaspekingur dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 var ánægður með frammistöðu danska landsliðsins í leiknum gegn Pólverjum á HM og ekki síður þjálfarann Guðmund Guðmundsson.

Guðmundur fékk næsthæstu einkunn hjá Nyegaard eða 5.

„Hafði greinilega lesið leik Pólverjanna. Það var ánægjulegt að sjá hann nota allan mannskapinn í leiknum og hann var stöðugt að fá eitthvað út úr þeim skiptingum sem hann gerði,“ var umsögn Nyegaards um Guðmund, sem mætir sínum gömlu lærisveinum í íslenska landsliðinu á mánudaginn.

„Íslendingurinn“ Hans Óttar Lindberg fékk hæstu einkunn eða 6 fyrir frammistöðu sína en hornamaðurinn snjalli skoraði 6 mörk og var markahæstur í liði Dana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert