Austurríki úr leik en Katar áfram

Lucas Mayer sækiar að Bertrand Roine.
Lucas Mayer sækiar að Bertrand Roine. AFP

Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu í handbolta eru úr leik á HM eftir 27:29 tap fyrir heimamönnum. Fylgst var með gangimála hér á mbl.is.

60. mín. 27:29 Leik lokið með sigri Katar sem komst í 24:27 undir lok leiksins og náði að halda því enda féllu allir dómar með heimamönnum á lokamínútunum. Markahæstur hjá Austurríki var Robert Weber með 8 mörk en hjá Katar gerði Zarko Markovic 8. Austurríki var manni færri í 16 mínútur en heimamenn í átta.

56. mín 24;:24 Tvö mörk í röð frá Austurríki og það þrátt fyrir að dómararnir séu langt því frá hagstæðir Austurríki.

52. mín 22:23 Mikil spenna í þessum leik og Kater tekur leikhlé.

46. mín 21:21 Austrurríki jafnar eftir að hafa lent tveimur mörkum undir

40. mín 17:18 Katar gerði fjögur mörk í röð, 16:18, en missti þá mann af velli og Austurríki náði að minnka muninn.

37. mín 16:17 Austurríki gerði fyrata markið í seinni hálflelik og komst síðan í 16:14 en missti þá enn einn leikmanninn af velli og heimamenn nýttu það og gerðu þrjú mörk í röð.

16:08 14:13 Hálfleikur. Austurríki tókst að verjast vel tveimur færri og ættu með réttu að vera yfir því því liðið skapar sér fullt af færum en nýtingin hefur ekki verið nægilega góð og eins hefur liðið gert dálítið mikið af tæknifeilum.

16:00 11:10 Austurríki missir tvo leikmenn af velli með 14 sekúndna millibili og það getur reynst erfitt. Fimm mínútur eftir.

15:56 8:9 Austurríkismenn einum færri, fyrsta brottvísunin í leiknum og Katar nýtti ekki vítakast.

15:48 5:7 Þrjú mörk í röð frá Katar og markvörður þeirra búinn að verja eins og berserkur.

15:40 5:4 Tvö mörk í röð frá Austurríki sem er komið með forystu á nýjan leik og heimamenn taka leikhlé.

15:36 1:3 Heimamenn byrja betur þó svo Austurríki hafi gert fyrsta markið.

15:30 Austurríki hefur leikinn.

Austurríki varð í þriðja sæti í B-riðli og Katar endaði í öðru sæti A-riðils með átta stig, vann alla leiki sína nema gegn Spáni, sem endaði í efsta sæti riðilsins. Austurríki endaði með 5 stig í þriðja sæti, tapaði fyrir Króatíu í fyrsta leik, vann síðan Bosníu-Hersegóveníu í þeim næsta, gerði jafntefli við Túnis, vann Íran og tapaði fyrir Makedóníu.

Sigurvegarinn úr þessum leik mætir Þýskalandi eða Egyptalandi í 8 liða úrslitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert