Gríðarlega sterkir Spánverjar

Spánverjar fagna sigrinum í leikslok í kvöld.
Spánverjar fagna sigrinum í leikslok í kvöld. AFP

Spánn gjörsigraði Túnis 28:20 í 16-liða úrslitum HM karla í handknattleik í dag. Það þýðir Spánn mætir sigurvegara úr leik Íslands og Danmerkur í átta liða úrslitum keppninnar næsta miðvikudag. Ekki árennilegir mótherjar.

Fylgst var með gangi mála á mbl.is

60. mín 28:20 Cristian Ugalde gerði 7 mörk fyrir Spánverja og hjá Túnis var Oussama Boughanmi með 5 mörk.

55. mín 26:17 Spánverjar alveg með þetta og komast örugglega áfram í átta liða úrslitin.

45. mín 23:16 Túnismenn betri ení fyrri hálfleik en munurinn virðist allt of mikill til að þeir náði að stríða Spánverjum eitthvað.

41. mín 21:13 Spánverjar halda muninum svipuðum þó svo Túnisbúar leiki nú betur en í fyrri háfleik. Ekkert sem bendir til að Spánverjar lendi í einhverjum vanda.

30. mín 18:9 Hálfleikur og Spánverjar ekki í nokkrum vandamálum í þessum leik.

22. mín. 14:5 Túnis á ekki möguleika í þessum leik. Spánverjar fara á kostum í vörn og sókn.

15. mín 9:4 Spánverjar ætla sér ekki að gefa Túnis færi á að komast inn í þennan leik, vörn og markvarsla til mikillar fyrirmyndar.

10. mín 7:2 Spánverjar mjög sterkir og Vargas í markinu ver og ver. Það tók Túnis um átta mínútur að skora fyrsta markið.

6. mín. 4:0 Spánverjar byrja með fjórum mörkum og Túnis tekur leikhlé.

Spánverjar urðu efstir í A-riðli með fullt hús stiga en Túnis varð í fjórða sæti með fimm stig í B-riðli rétt eins og Paterkur Jóhannesson og lærisveinar hans í Austurríki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert