Eitthvað mikið að hjá okkur

„Það er eitthvað mikið að hjá okkur í byrjun leikja. Það er ekki hægt að spila handbolta og gefa alltaf hinu liðinu 4-5 mörk í forskot í byrjun,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson eftir að Ísland féll úr leik á HM í Katar með fimm marka tapi gegn Dönum, 30:25.

Ásgeir tekur undir það að tapið í kvöld sé í raun lýsandi fyrir mótið í heild hjá Íslandi.

„Þetta er búið að vera þannig mót að við spilum bara annan hvern leik vel en hinn illa. Það þýðir ekkert í 16 liða úrslitum, að lenda á slæmum leik þá, og því fór þetta svona,“ sagði Ásgeir. Nánar er rætt við hann í meðfylgjandi myndbandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert