Förum pressulausir í leikinn

„Danir hafa verið með afar sterkt lið í nokkur ár og margir segja að þetta lið þeirra eigi eftir að vera í fremstu röð í mörg ár,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, um danska landsliðið, mótherja íslenska landsliðsins í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik í kvöld.

„Við Guðmundur [Þórður Guðmundsson] landsliðsþjálfari Dana erum að mörgu leyti líkir þegar kemur að leikskipulagi en vissulega hafa orðið breytingar á leik íslenska landsliðsins síðan Guðmundur stýrði því. Áherslur hafa breyst og skerpt hefur verið á öðru,“ segir Aron.

Nú bíður okkar enn einn bikarleikur okkar í þessari keppni. Við förum pressulausir inn í viðureignina við Dani í þeim tilgangi að gera allt til þess að leggja þá. Dagsformið mun skipta miklu máli þegar á hólminn verður komið,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari.

Nánar er rætt við Aron á meðfylgjandi myndskeiði.

Viðureign Íslendinga og Dana hefst klukkan 6 að íslenskum tíma í íþróttahöllinni í Lusail í Doha. Fylgst verður með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert