Fyrstu sigrar hjá Íran og Sádi Arabíu

Frá viðureign Íran og Alsír í dag.
Frá viðureign Íran og Alsír í dag. EPA

Íran og Sádi Arabía fögnuðu  bæði sínum fyrsta sigri á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Katar í dag.

Keppnin um Forsetabikarinn hófst í dag þar sem Íran hafði betur á móti Síle, 32:31 og Sádi Arabía vann sigur á Alsír, 27:25. Þessar fjórar þjóðir urðu í neðstu sætum riðlanna fjögurra og ekkert þeirra fékk stig.

Það verða því Íran og Sádi Arabía sem leika til úrslita um 21. sætið en Síle og Alsír leika um 23. sætið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert