Ísland hafnaði í 11. sæti

Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson leyndu ekki vonbrigðum sínum …
Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson leyndu ekki vonbrigðum sínum í leiknum gegn Dönum í kvöld. mbl.is/Golli

Eftir tapið gegn Danmörku í 16 liða úrslitum á HM í handbolta í Katar í kvöld er ljóst að Ísland leikur ekki fleiri leiki á mótinu vegna þess að ekki er leikið um sæti 9-16.

Alþjóðahandknattleikssambandið notar ákveðnar reglur til að skera úr um það í hvaða sæti hver þjóðanna lendir, af þeim sem falla úr leik í 16 liða úrslitum. Fyrst er litið til stiga sem liðin fengu í riðlakeppninni gegn öðrum liðum sem komust áfram í 16 liða úrslitin og því næst markatölu.

Ísland hafnaði samkvæmt því í 11. sæti, þar sem að stigin þrjú sem liðið fékk gegn Frakklandi og Egyptalandi töldu. Makedónía og Svíþjóð enduðu fyrir ofan Ísland. Á HM á Spáni fyrir tveimur árum hafnaði Ísland í 12. sæti.

Sæti 9-16:
9. Makedónía
10. Svíþjóð
11. ÍSLAND
12. Argentína
13. Austurríki
14. Egyptaland
15. Túnis
16. Brasilía

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert