„Lærðum mikið af tapinu gegn Íslendingum“

Guðjón Valur skorar gegn Dönum. Henrik Möllegaard og Anders Eggert …
Guðjón Valur skorar gegn Dönum. Henrik Möllegaard og Anders Eggert fylgjast með. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Henrik Möllegaard leikmaður danska landsliðsins í handknattleik segir að Danir hafi lært mikið af tapinu gegn Íslendingum á æfingamótinu fyrir HM.

Íslendingar hrósuðu sigri gegn Dönum, 30:29, á æfingamótinu í Danmörku fyrir heimsmeistaramótið í Katar en þjóðirnar mætast í kvöld í 16-liða úrslitunum á HM í Katar og verður flautað til leiks klukkan 18.

„Þetta verður erfiður leikur í 16-liða úrslitunum. Ísland er ekki með slakt lið sem við keyrum yfir. Við töpuðum síðast þegar við lékum á móti Íslandi og það var leikur sem við lærðum mikið af. Íslenska liðið fór illa með okkur í vörninni í þeim leik,“ segir Möllegaard í viðtali við danska blaðið Politiken.

„Við gerum okkur alveg grein fyrir því að ef íslenska liðið hittir á góðan leik eigum við í vændum mjög erfiðan leik,“ segir Möllegaard.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert