Vona alltaf að Dönum gangi vel

Ólafur Helgi Kristjánsson.
Ólafur Helgi Kristjánsson. Ljósmynd/.fcn.dk

Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari danska knattspyrnuliðsins Nordsjælland segir í viðtali við danska vefinn bt.dk að hann vonast alltaf til þess að Dönum gangi vel en í kvöld segist hann halda með Íslendingum.

Danir og Íslendingar mætast í 16-liða úrslitunum á HM í Katar og ríkir mikil spenna fyrir leiknum, bæði hér heima og í Danmörku.

„Ég vona alltaf að Dönum gangi vel en ég styð Ísland í kvöld. Alltaf vona að ég að báðar þjóðir komist eins langt og mögulegt er en nú er búið að eyðileggja svolítið þá von nú þar sem þau mætast í 16-liða úrslitunum,“ segir Ólafur við bt.dk sem á árum áður var liðtækur handboltamaður og lék með meistaraflokki FH.

Ólafur segir að fjarvera Arons Pálmarssonar setji óneitanlega strik í reikninn hjá íslenska liðinu.

„Að sjálfsögðu setur það strik í reikninginn hjá Íslendingum að það spili án Arons Pálmarssonar og þar með held ég að Danir komi á endanum með að vinna en ég vona samt innilega að Íslandi vinni leikinn,“ segir Ólafur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert