Aron hefur trú á að Danir verði heimsmeistarar

Guðmundur Guðmundsson og Aron Kristjánsson heilsast fyrir leikinn í gærkvöld.
Guðmundur Guðmundsson og Aron Kristjánsson heilsast fyrir leikinn í gærkvöld. mbl.is/Golli

Aron Kristjánsson þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik hefur trú á að Danir geti staðið uppi sem heimsmeistarar á HM í Katar.

Danir hafa bætt sinn leik jafnt og þétt og sigurinn gegn Íslendingum í 16-liða úrslitunum í gær er besti leikur danska liðsins í keppninni að mati flestra. Danir mæta heimsmeisturum Spánverja í átta liða úrslitunum á morgun.

„Danir eru með eitt af sigurstranglegustu liðunum í keppninni og það kæmi mér ekki á óvart ef þeir myndu vinnu Spánverjana. Spánn er ekki með sama liðið og varð heimsmeistari. Til að mynda hafa Spánverjar ekki markvörðinn Sterbik og þeir eru líklega ekki í sama gæðaflokki og fyrir tveimur árum,“ sagði Aron í viðtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert