Sverre lokar ekki dyrum

Sverre Jakobsson
Sverre Jakobsson mbl.is/Golli

„Ég lít á þetta sem minn síðasta landsleik en ef Aron landsliðsþjálfari hringir í mig og vill að ég gefi kost á mér í einhvern leik þá mun ég ekki skorast undan án þess að skoða það vel,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson, landsliðmaður í handknattleik, spurður hvort leikurinn í gærkvöldi gegn Dönum á HM hafi verið hans síðasti landsleikur.

„Ég er ekki endilega að segja að ég muni svara Aroni játandi. Ég mun bara meta það þegar og ef sú staða kemur upp. Ef ekki þá var þetta minn síðasti landsleikur,“ sagði Sverre sem staðið hefur vaktina í vörninni í síðustu níu árin og á þeim tíma leikið langflesta af þeim 175 landsleikjum sem eru að baki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert