Vignir og Kári með bestu skotnýtinguna

Vignir Svavarsson.
Vignir Svavarsson. mbl.is/afp

Vignir Svavarsson og Kári Kristján Kristjánsson voru með bestu skotnýtinguna af íslensku leikmönnum á HM í Katar.

Samkvæmt tölfræði Alþjóða handknattleikssambandsins voru þeir Vignir og Kári með 88% nýtingu en þeir skoruðu 7 mörk í átta skotum. Lélegustu skotnýtinguna var Sigurbergur Sveinsson með eða 13% en hann skoraði 1 mark úr átta skotum.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði flest mörk íslenska liðsins á HM eða 31 en Íslendingar skoruðu 152 mörk á mótinu. Sverre Jakobsson var eini útleikmaðurinn sem náði ekki að skora.

Björgvin Gústavsson varði 67 af þeim 212 skotum sem hann fékk á sig sem gerir 32

Guðjón Valur Sigurðsson
Guðjón Valur Sigurðsson mbl.is/Golli


% markvörslu og Aron Rafn Eðvarðsson varði 8 af þeim 26 skotum sem hann fékk á sig sem geir 31% markvörslu.

Markaskor íslensku leikmanna á mótinu, mörk/skot:

31/53 - Guðjón Valur Sigurðsson
25/53 - Alexander Petersson
17/41 - Aron Pálmarsson
15/25 - Ásgeir Örn Hallgrímsson
13/27 - Snorri Steinn Guðjónsson
11/15 - Róbert Gunnarsson
11/19 - Arnór Þór Gunnarsson
 7/8   - Vignir Svavarsson
 7/8   - Kári Kristjánsson
  7/25 - Arnór Atlason
  3/5  - Stefán Rafn Sigurmannsson
  3/7 - Gunnar Steinn Jónsson
  1/8  - Sigurbergur Sveinsson
  1/2  - Bjarki Már Gunnarsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert