Hægfara breytingar

Aron Kristjánsson ræðir við sína menn í Doha.
Aron Kristjánsson ræðir við sína menn í Doha. mbl.is/Golli

„Okkar markmið var að allir leikmenn liðsins væru heilir og ómeiddir á þessu móti þannig að mögulegt væri að ná toppárangri og komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Sú var ekki niðurstaðan og endurmeta þarf stöðuna, fara yfir alla leiki okkar og aðdraganda þeirra í þeim tilgangi að greina hvað fór úrskeiðis,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla.

Hann segist hafa verið að búa sig undir að breytingar verði á landsliðshópnum því komið sé að kynslóðaskiptum. Breytingar muni þó eiga sér stað hægt og bítandi, ekkert tilefni sé til að gera byltingu.

Spurður hvort margir leikmenn bíði eftir að taka við sætum í landsliðinu, segir Aron: „Ljóst er að við verðum að vinna vel í að búa næstu menn undir átökin með A-landsliðinu, meðal annars með því að finna verkefni fyrir þá. Ég vil einnig sjá að þeir leikmenn sem vilja vinna sér sæti í landsliðinu vinni af meiri metnaði í sínum málum og komi betur undirbúnir inn í hópinn.“

Nánar er rætt við Aron í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert