Aðkeypt landslið fyrir HM

Rafael Capote frá Kúbu er einn margra erlendra leikmanna í …
Rafael Capote frá Kúbu er einn margra erlendra leikmanna í landsliði Katar. EPA

Nú er heimsmeistaramótið í handknattleik karla í Doha í Katar farið að styttast í annan endann. Undanúrslitaleikirnir fara fram í dag þar sem heimamenn í Katar mæta Pólverjum annarsvegar og heimsmeistarar Spánar og Evrópumeistarar Frakka hinsvegar.

Landslið Katar er fyrsta landslið frá Asíu sem kemst í undanúrslit á heimsmeistaramóti. Fáir uppaldir Katarar eru í liðinu sem að uppistöðu til er skipað aðkeyptu vinnuafli eins og flest annað í Katar. Landsliðið hefur verið sett saman með mörgum sterkum handknattleiksmönnum eftir að íþróttayfirvöld í Katar lögðu af stað í langferð með ávísanahefti sín. Leikmenn liðsins munu fá tugi ef ekki hundruð milljóna hver takist þeim að verða heimsmeistarar.

Katarbúar hafa fjölmennt á leiki liðsins, öllum brögðum var beitt til þess að fylla áhorfendapallana á leikjum liðsins í riðlakeppninni og var m.a. nokkur þúsund farandverkamönnum greitt fyrir að mæta á leiki.

Sjá greinina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert