„Hefur ekkert með íþróttir að gera“

Bartosz Jurecki.
Bartosz Jurecki. EPA

„Þetta var ekki háttvísi. Þýskalandi tapaði líka fyrir Katar og það sem gerðist í dag hefur ekkert með íþróttir að gera,“ sagði pólski línumaðurinn Bartosz Jurecki eftir tap Pólverja gegn Katar í undanúrslitum á HM í handbolta.

Pólsku leikmennirnir voru vægast sagt ósáttir með frammistöðu serbnesku dómaranna Nenad Nikolic og Dusan Stojkovic í leiknum og eftir hann gengu Pólverjarnir að dómurunum og klöppuðu fyrir þeim og vildu með því sýna þeim vanvirðingu.

„Við gáfum allt í leikinn. Vissulega gerðum við okkur seka um mistök en dómararnir voru á bandi Katara. Það sáu allir,“ sagði Jurecki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert