Versti árangur Dana á HM í 10 ár

Mikkel Hansen stórskytta danska landsliðsins.
Mikkel Hansen stórskytta danska landsliðsins. EPA

Það er ljóst að árangur Dana á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Katar er sá slakasti í tíu ár en Danir, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, geta hæst náð 5. sætinu á mótinu.

Á heimsmeistaramótinu í Túnis árið 2005 höfnuðu Danir í 13. sæti en á síðustu fjórum heimsmeistaramótum hafa Danir endað á meðal fjögurra efstu þjóða.

Árangur Dana á síðustu heimsmeistaramótum:

2005 - 13. sæti
2007 -  3. sæti
2009 -  4. sæti
2011 -  2.sæti
2013 -  2. sæti

Danir verða í eldlínunni í dag en þá hefst keppni um sæti 5-8. Danir etja kappi við Slóvena og Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, mæta Króötum. Sigurliðin úr þessum leikjum spila um 5. sætið en tapliðin um 7. sætið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert