„Er ekki ánægður“

Mikkel Hansen.
Mikkel Hansen. EPA

Mikkel Hansen stórskytta Dana segist ekki vera ánægður með 5. sætið á HM en Danir lögðu Króata í leiknum um 5. sætið á HM í Katar í dag.

„Nei ég er ekki ánægður. Við urðum í fimmta sæti og við erum ekki ánægðir með það sæti. Ég er hins vegar ánægður með síðustu tvo leiki okkar. Við náðum að gíra okkur upp í þessa tvo síðustu leiki eftir vonbrigðin á móti Spánverjum og það er styrkleikamerki,“ sagði Mikkel Hansen en hann skoraði 8 mörk í sigrinum gegn Króötum í dag og er sá leikmaður í keppninni sem á flestar stoðendingar.

Danir eru öruggir með að keppa í undankeppni Ólympíuleikana en danska liðið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar tapaði aðeins einum leik af 9 í keppninni í Katar en engu að síður er 5. sætið versti árangur Dana á HM frá árinu 2005.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert