Finn dagamun á mér

Aron Pálmarsson sækir að vörn Tékka á HM í Katar.
Aron Pálmarsson sækir að vörn Tékka á HM í Katar. mbl.is/Golli

Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson er kominn til Íslands þar sem hann er að jafna sig eftir höfuðhöggið sem hann fékk í leiknum gegn Tékkum í næstsíðasta leik Íslendinga í riðlakeppninni á HM í Katar.

Aron fékk vott af heilahristingi og gat ekki tekið þátt í leikjunum á móti Egyptum og Dönum af þeim sökum. Sem kunnugt er varð Aron fyrir fólskulegri líkamsárás í miðborg Reykjavíkur á milli jóla og nýárs og segir hann að sú árás hafi haft sitt að segja að hann heltist úr lestinni í Katar.

„Ég finn núna dagamun á mér. Á síðustu þremur dögum finnst mér að verkurinn í höfðinu hafi minnkað verulega. Hann er ekki jafn stanslaus og hann var en þegar ég fæ verk þá langar mig bara til að hvíla mig. Í gær tók ég langan og góðan göngutúr og fór síðan í sund þar sem ég gat synt án verkja. Það eru framfarir,“ segir Aron Pálmarsson í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Sjá viðtal við Aron í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert